HÖFUM FÆRT ÍSLENDINGUM FERSKAN FISK Í YFIR 20 ÁR!

Fiskikóngurinn þjónar bæði einstaklingum og fyrirtækjum

Stofnaður okt 1989. Fyrsta verslunin var opnuð 12.mars 1990 var til húsa að Hringbraut 119, og hét þá Fiskbúðin Vör. Nafnið kom til vegna þess að Fiskbúðin lá við hliðina á Selsvör, en þar leituðu bátar í var áður en þeir komu að landi í gamladaga. Árið 1994 opnaði Fiskikóngurinn verslun að Höfðabakka 1 í Reykjavík og var hún rekin þar í 11 ár samfelt. Árið 2005 í desember, keypti Fiskisaga allan rekstur og fasteignir Fiskikóngsins. Fiskikóngurinn fluttist búferlum til Danmerkur og bjó þar í 3 ár. Þann 8 janúar 2009, opnaði Fiskikóngurinn aftur fiskverslun, nú að Sogavegi 3. 1 janúar árið 2012, byrjaði Fiskikóngurinn að selja fisk í heildsölu til fyrirtækja og stofnana. Sá rekstur hefur gengið vel og er ennþá vaxandi. Í dag þjónar Fiskikóngurinn um það bil 80 fyrirtækjum sem taka fisk 1-2 sinnum í viku. Starfsmannafjöldi er núna 14 manns.

Myndbönd

Lærðu að verka, meðhöndla og elda ljúfenga fiskrétti með Fiskikónginum